Samningum verði breytt afturvirkt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Breytingar Alþingis á lögum þar sem kveðið er á um endurútreikninga gengistryggðra lána breyttu samningum hvað varðar verðtryggingu og vexti.

Héraðsdómur Suðurlands telur það ganga framar hinni almennu reglu kröfuréttarins um gildi fyrirvaralausra kvittana. Dómurinn féllst á kröfu fjármálafyrirtækis sem gerði hærri vaxtakröfur á afborganir láns sem greitt hafði verið fyrir.

Björn Þorri Viktorsson, lögmaður hjóna sem stefnt var í málinu, segir samþykkt að ráðist sé inn í samningssamband og því breytt með afturvirkum hætti. Það sé ekki í samræmi við almennar reglur kröfu- og samningsréttar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, augljóst að lagasetningin geri það að verkum að fólk fái ekki jafn hagstæða niðurstöðu og vænta mátti í kjölfar dóms Hæstaréttar, þ.e. þegar gengistryggð lán voru dæmd ólögmæt. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir það vera að rætast sem á var bent.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert