Biðst fyrirgefningar

Páll Reynisson.
Páll Reynisson. mbl.is/RAX

Páll Reynisson, forstöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri, segist í yfirlýsingu játa að honum hafi orðið á persónuleg mistök síðastliðið sunnudagskvöld sem hann beri einn ábyrgð á. 

„Ég bið þá fyrirgefningar sem ég kann að hafa hryggt eða valdið ótta eða vonbrigðum með hegðun minni.  Ég hef ákveðið að leita mér hjálpar við vanda mínum og er nú á leiðinni í áfengismeðferð," segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur fram að Veiðisafnið verður áfram opið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert