Brennuvargar í Breiðholti

Tveir brennuvargar voru handteknir í Breiðholti um klukkan hálf tólf í gærkvöldi.

Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri, sem höfðu staflað upp trjáafklippum og timbri í stóran bing í beltinu á milli Bakkanna og Efra Breiðholts og kveikt í. Lögreglumaður, sem var á leið heim úr vinnu, sá til mannanna og gerði viðvart.

Að sögn lögreglu var fátt var um svör, þegar spurt var út í verknaðinn. Ekki varð mikið tjón af þessum kjánaskap mannanna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert