Segja neyðarástand í Mýrdal

Hótel Höfðabrekka í Mýrdal.
Hótel Höfðabrekka í Mýrdal. mbl.is/GSH

Á fundi ferðaþjónustuaðila í Mýrdal í dag komu fram miklar áhyggjur af þeirri stöðu, sem sé komin upp í kjölfar þess að þjóðvegar 1 um Mýrdalssand fór í sundur á laugardagsmorgun.

Nú þegar hafi aðilar í ferðaþjónustu í Mýrdal orðið fyrir nokkur hundruð milljóna tjóni. Haldi fram sem horfi verði tjónið óbætanlegt. 

Í ályktun fundarins segir að ótækt sé að það taki tvær til þrjár vikur að koma á umferð yfir Múlakvísl. Verktakar hafi bent á lausnir sem taki tvo til þrjá daga að koma í framkvæmd.
 
„Mýrdalurinn er botnlangi þessa dagana og því er það skýlaus krafa ferðaþjónustuaðila á svæðinu að öllum ráðum verði beitt til að opna leiðina yfir Múlakvísl fyrir allri umferð fyrir næstu helgi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða til styrkingar ferðaþjónustu á svæðinu.  Fundurinn óskar tafarlaust eftir samráðsfundi með yfirmönnum vegamála, þingmönnum og ráðherrum," segir í ályktun fundarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert