Landið fýkur burt

Jarðvegsstrókarnir berast langt út á haf.
Jarðvegsstrókarnir berast langt út á haf. Modis mynd

Gervihnattamynd sem tekin var í dag sýnir mikið jarðvegsfok, annars vegar frá svæðum þar sem gjóska úr Grímsvötnum og Eyjafjallajökli féll en einnig frá
uppblásturssvæðum sunnan Langjökuls.

Norðanáttin sem ríkt hefur á landinu gengur hægt niður, að sögn Einars M. Einarssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún hefur verið ríkjandi í hartnær tvo sólarhringa.

Þegar norðanáttin gengur niður er að vænta nokkuð hvassrar suðaustanáttar, sérstaklega á suðaustanverðu landinu. Gjóska frá Grímsvötnum getur því fokið eitthvað framan af morgundeginum. Búast má við rigningu á Suðausturlandi þegar kemur fram á laugardagskvöldið.

Lægðin sem er enn sunnan við landið færir með sér hlýindi sem bægja kuldanum burt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert