Stjórnlaganefnd fram úr áætlun

Stjórnlaganefnd
Stjórnlaganefnd mbl.is

Kostnaður við stjórnlaganefnd fór rúmum fimm milljónum fram úr áætlunum. Kemur þetta fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag.

Vildi Guðlaugur fá að vita hver heildakostnaður við stjórnalaganefnd sem kosin var af Alþingi í júní 2010 var miðað við þær áætlanir sem gerðar voru. Lauk störfum nefndarinnar í apríl á þessu ári þegar hún skilaði stjórnlagaráði skýrslu.

Í svarinu kemur fram að áætlaður kostnaður hafi verið 31,1 milljón króna. Heildarkostnaður við hana hafi á endanum orðið 36,1 milljón króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, er kostnaður svo sundurliðaður. Kemur þar fram að greiðslur til nefndarinnar ásamt launatengdum gjöldum hafi numið 21,4 milljónum.

Svar fjármálaráðherra um kostnað við stjórnlaganefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert