Viljayfirlýsing um almenningssamgöngur

Skrifað undir viljayfirlýsinguna í dag.
Skrifað undir viljayfirlýsinguna í dag.

Skrifað var í dag undir viljayfirlýsingu innanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að vinna að samningi um 10 ára tilraunaverkefni um almenningssamgöngur.

Viljayfirlýsingin snýst um að gerður verði samningur um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með markvissum stuðningsaðgerðum og frestun stórra vegaframkvæmda. Þá skal einnig litið til almenningssamgangna sem tengja höfuðborgarsvæðið við nágrannasveitarfélögin sem eru innan sama atvinnusvæðis.

Gert er ráð fyrir að starfshópur innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og fjármálaráðuneytisins og fulltrúar SSH vinni að samningi sem liggi fyrir haustið 2011. Í samningsdrögum verði m.a. sett fram mælanleg samningsmarkmið fyrir framvindumat tilraunaverkefnisins, tillögur að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga, skilgreining stórra vegaframkvæmda sem frestast o.fl. Viljayfirlýsing þessi verði hluti af tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022 sem stefnt er að því að leggja fyrir Alþingi nú í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert