Ekki orð um fjármálakreppuna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands RIA Novosti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fund með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands í tæpa klukkustund þar sem þeir ræddu samskipti Íslands og Rússlands. Hann var á blaðamannafundi spurður hvort þeir hefðu rætt möguleikann á að Íslendingar fengju fjárhagslegan stuðning frá Rússum. „Við ræddum það ekki og ástæðan er einföld,“ sagði Ólafur Ragnar.

„Áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi er lokið, við höfum kvatt sjóðinn, Ísland er nú á batavegi og er að ná sér fyrr af efnahagskreppunni og með betri árangri en nokkur – að okkur meðtöldum – hefði búist við fyrir þremur árum. Á fundi okkar í fyrra ræddum ég og Pútín forsætisráðherra og Dimitrí Medvedev forseti að á fyrsta mánuði efnahagskreppunnar hefðu Rússar sýnt Íslendingum mikinn velvilja og sá velvilji er enn til staðar. En það var engin þörf á að ræða fjármálakreppuna núna. Ísland er nú í þeirri heppilegu stöðu að hægt er að eiga tæplega klukkustundar fund eins og þennan án þess að segja orð um fjármálakreppuna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert