Rætt um friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands

Rauðisandur í Vestur-Barðastrandasýslu
Rauðisandur í Vestur-Barðastrandasýslu mbl.is/Ómar Óskarsson

Skriður er kominn að nýju á hugmyndir um friðlýsingu svæðisins í kringum Látrabjarg. Ræddi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir um mögulega friðlýsingu svæðisins við Látrabjarg og Rauðasand á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar skipaði í janúar starfshóp um framtíðarskipulag Látrabjargs, en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að svæðið verði friðlýst.

Þá er í gildandi náttúruverndaráætlun 2009-2013 einnig gerð tillaga um stofnun þjóðgarðs á svæðinu. Upphaflega var eingöngu litið til mögulegrar friðlýsingar landsins frá Breiðavík suður í Keflavík, en þegar á leið kom í ljós að margir landeigendur utan þess svæðis sem tilheyrði gamla Rauðasandshreppi, höfðu áhuga á að taka þátt í umræðu um mögulega friðlýsingu og lýstu jafnvel áhuga á að friðlýsa eigið land sem hluta þjóðgarðs, að því er segir á vef Bæjarins besta.


Eini þjóðgarðurinn á Vestfjörðum er Hornstrandir og ekki er mikið um náttúrufriðlönd á svæðinu. Látrabjarg er eitt mesta fuglabjarg í N-Atlantshafi og þar er stærsta álkubyggð í heimi. Jafnframt vex á svæðinu sjaldgæf jurt, bjargstrý, sem hefur aðeins fundist á tveimur stöðum á landinu. 

Sjá nánar á Bæjarins besta

Frá Látrabjargi
Frá Látrabjargi mbl.is/Una
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert