Bullandi ágreiningur

Engin samstaða er um framgang frumvarps um breytingu á stjórn …
Engin samstaða er um framgang frumvarps um breytingu á stjórn fiskveiða. mbl.is/Ernir

Fulltrúar stjórnarflokkanna í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis skiptast a.m.k. í þrennt í afstöðu sinni til þess hvert framhaldið eigi að verða varðandi stóra frumvarpið svokallaða um breytingar á stjórn fiskveiða.

Formaður og varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, sendu sjávarútvegsráðuneytinu bréf og greinargerð í gær þar sem þær gerðu grein fyrir afstöðu sinni til frumvarpsins. Hins vegar var það aðeins í þeirra nafni samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og hvorki fyrir hönd stjórnarflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, né annarra fulltrúa þeirra í nefndinni.

Í umfjöllun um framgang frumvarpsins í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG og fulltrúi flokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, sendi sjávarútvegsráðherra eigið bréf þar sem hann segir að ekki eigi að leggja frumvarpið fram að nýju heldur þurfi að smíða nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða sem meðal annars eigi að byggjast á niðurstöðu svonefndrar sáttanefndar. Þar á Björn Valur samleið með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í nefndinni sem nálgast hafa málið með sama hætti.

Þá gagnrýnir Björn Valur harðlega að ekki hafi verið fundað í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd um umsagnir um frumvarpið, né hafi hún fengið umsagnaraðila á sinn fund. Atli Gíslason, alþingismaður, sem á sæti í nefndinni gagnrýnir þessi vinnubrögð einnig harðlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert