Býst við hörðum viðbrögðum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn

„Enn einu sinni er tekin meiri aðlögun í gegnum tekjuhliðina en útgjaldahliðina þó svo það sé í mestu gert í gegnum sölu eigna en ekki beinar skattahækkanir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi gagnrýnir þá sérstaklega þann niðurskurð sem er í velferðarkerfinu.

„Sá niðurskurður sem er á útgjaldahliðinni er fyrst og fremst á velferðarkerfinu gagnvart bótum. Það var klárt samkvæmt samkomulagi okkar við stjórnvöld frá því í maí að atvinnuleysistryggingabætur og lífeyristryggingabætur ættu að hækka í samræmi við hækkun lægstu launa en þetta frumvarp gerir ráð fyrir því að bætur almannatrygginga hækki bara um 3,5 prósent, sem er klárlega í andstöðu við þau fyrirheit sem voru gefin og alveg ljóst að hart verði tekið á því í mínu baklandi. Þetta eru lífeyrisréttindi okkar félagsmanna, þ.e. almannatryggingarnar og við sjáum engin rök fyrir því að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum séu með minni hækkanir,“ segir Gylfi.

Ljóst er að fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi sl. laugardag er umdeilt og má búast við því að hart verði tekist á um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka