Lægð teygir sig yfir landið

Það má búast við rigningu eða vætu í dag.
Það má búast við rigningu eða vætu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lægð suðvestur í hafi beinir til landsins mildri sunnan- og suðaustanátt með lítilsháttar vætu í dag, en þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Í kvöld nálgast lægðin með rigningu sunnan- og vestanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Þá kemur fram að á morgun teygi lægðin sig yfir landið og vindátt veði breytileg, yfirleitt 5-10 m/s. Rigning verði með köflum en úrkomulítið verði á norðaustanverðu landinu. Þá verðir fremur hlýtt áfram, en kólni heldur á Vestfjörðum.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert