Forsetinn virði stefnu stjórnvalda

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld, að mikilvægt sé að forseti lýðveldisins virði í orði og verki þá stefnu og stjórnarframkvæmd, sem réttkjörin stjórnvöld móta á hverjum tíma í samræmi við stjórnarskrá og lög frá Alþingi.

„Í stjórnarskránni er ákvarðanir um stjórnarathafnir, sem forseta Íslands er í orði kveðnu falið að sinna, lagðar í hendur ráðherra sem jafnframt bera ábyrgð á þeim. Það er óumdeilt að forsetinn hefur frelsi til að tjá sig opinberlega. Mikilvægt er þó að forseti lýðveldisins virði í orði og verki þá stefnu og stjórnarframkvæmd sem réttkjörin stjórnvöld móta á hverjum tíma í samræmi við stjórnarskrá og lög frá Alþingi.

Það verður ekki ráðið af stjórnskipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í pólitískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað. Forseti Íslands er kjörinn af allri þjóðinni og sem slíkur er hann sameiningartákn hennar. Forseti Íslands þarf að vera hafinn yfir dægurþras stjórnmálanna," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði m.a. í ræðu sinni, að mikilvægt væri að alþingismenn sameinist um að vinna með tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá af heilindum og fagmennsku eins og fulltrúum stjórnlagaráðs hafi auðnast að gera.

„Það er mín skoðun að endanlegan úrskurð um afdrif þessa mikla verkefnis eigi þjóðin að kveða upp í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jóhanna.

Stefnuræða forsætisráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka