Sjálfseignarstofnanir að endimörkum niðurskurðar

Niðurskurður til velferðarmála nær einnig til sjálfseignarstofnana í heilbrigðis- og …
Niðurskurður til velferðarmála nær einnig til sjálfseignarstofnana í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, sem hafa gert þjónustusamninga við ríkið. mbl.is/RAX

Forsvarsmenn sjálfseignarstofnana í heilbrigðisþjónustu, sem hafa gert þjónustusamninga við ríkið, eru ósáttir við þann niðurskurð sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu á framlögum næsta árs.

Telja þeir að lengra verði ekki komist í niðurskurði og valið standi um hvort leggja eigi lögbundna þjónustu niður eða taka upp þjónustugjöld. Niðurskurðurinn er í flestum tilvikum um 2% milli ára og í tilviki SÁÁ er hann um 2,5%. Er þetta fjórða árið í röð sem stofnanir verða að taka á sig skert framlög frá ríkinu.

Á vef SÁÁ segir reyndar um fjárlagafrumvarpið að fara þurfi aftur fyrir þarsíðustu kreppu, eða til netbólunnar um aldamótin, til að finna álíka mikil framlög og samtökin eiga að fá á næsta ári, að teknu tilliti til verðlags.

Það er í raun sama hvar borið niður hjá sjálfseignarstofnunum. Allar þurfa þær að taka á sig niðurskurð. Á Hrafnistu þarf að óbreyttu að skera niður um 70-80 milljónir króna á næsta ári, eða um svipaða upphæð og á þessu ári.

Landssamband heilbrigðisstofnana og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu hafa boðað til ráðstefnu í næstu viku um málefni stofnananna, þangað sem velferðarráðherra hefur verið boðið að mæta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert