Segist sem lamaður yfir viðtalinu

Séra Baldur Kristjánsson.
Séra Baldur Kristjánsson.

„Ég fylltist óhug yfir sjónvarpinu í gær og sit hér morguninn eftir sem lamaður. Hvílík skepna hefur þessi biskup verið.“ Þannig hefst pistill sem séra Baldur Kristjánsson skrifar á blogg-síðu sína, en Baldur var biskupsritari þegar Ólafur Skúlason var biskup.

Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur sakað föður sinn um að hafa árum saman beitt hana kynferðislegu ofbeldi.

Baldur segist skrifa pistilinn sem lið í eigin áfallahjálp. Hann segist aldrei hafa kosið Ólaf í biskupskjöri, en hann hafi starfað fyrir hann „og ekkert hlotið fyrir nema skít og skömm“.

„Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur þekki ég ekkert persónulega. En hún á virðingu mína óskipta eins og allt það fólk sem á um sárt að binda vegna Ólafs Skúlasonar og annarra kynferðisglæpamanna. Þeir eru margir. Eftir að ég skrifaði um þessi mál í sumar höfðu einar fjórar konur samband við mig og sögðu mér hryllilegar sögur úr sinni barnæsku. Ég bað þær um að tala við Stígamót. Hvatti þær til að koma fram. Bið þær um að hringja aftur ef ég get leiðbeint þeim frekar því að nöfn þeirra gleymdust mér,“ segir Baldur.

Pistill séra Baldurs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert