Kosið um unga bónda ársins

Kartöflubændur að störfum í Þykkvabæ. Mynd úr safni.
Kartöflubændur að störfum í Þykkvabæ. Mynd úr safni. mbl.is/sbs

Keppnin „Ungi bóndi ársins 2011“ mun fara fram nk. laugardag á vegum Samtaka ungra bænda, í samstarfi við Sauðamessuna í Borgarnesi. Þar verður keppt í ýmsum greinum, t.d. liðléttingafimi og fjárdrætti.

Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppni og mun sá er hlýtur flest stig í einstaklingskeppninni fær hinn svonefnda Jötunnvélabikar til varðveislu. Keppnin fer fram við Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst hún klukkan 16:33 á laugardag, að því er fram kemur á vef Samtaka ungra bænda, ungurbondi.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert