Lítið mál að klára sjávarútvegsmálin

Fjármálin rædd á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.
Fjármálin rædd á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. mbl.is/Ómar

Efniviður í lausn á framtíð sjávarútvegsins liggur í tillögum sáttanefndar um afnotasamninga. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í kemur fram, að Steingrímur teldi að það væri ekki óskaplega mikið mál að klára málið og hann gæti klárað það á þremur vikum réði hann því einn.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gagnrýndi í setningarræðu sinni að sjávarútvegurinn hefði verið í frosti í þrjú ár vegna þess að ekki hefði verið tekin ákvörðun um framtíðarstjórn fiskveiða.

„Þetta bitnar á öllu þjóðfélaginu og allra fyrst á viðkvæmum samfélögum vítt og breitt um landið sem eiga allt sitt undir sjávarútveginum,“ sagði Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert