Nýr formaður Læknafélagsins

Þorbjörn Jónsson.
Þorbjörn Jónsson.

Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði, var kjörinn formaður Læknafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem lauk í dag. Birna Jónsdóttir röntgenlæknir gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að einhenda sér tafarlaust í að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný.

Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að skilgreina hvaða heilbrigðisþjónusta teljist felast í sjúkratryggingu almennings á Íslandi. Fjórða árið í röð skuli skorið niður í heilbrigðisþjónustu og algerlega ómögulegt sé að tala um hagræðingu í því sambandi.

„Búið er að hagræða eins og mögulegt er. Frekari sparnaður næst ekki nema með því að ákveða hvaða heilbrigðisþjónustu skuli veita áfram og hvaða heilbrigðisþjónustu skuli hætta að veita," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert