Vilja fá þjóðaratkvæðagreiðslu

Hagsmunasamtök heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna heimilin.is

Hagsmunasamtök heimilanna segjast velta því fyrir sér hvort  sú staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi hvorki minnst á afnám verðtryggingar né leiðréttingu lána í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar sé til marks um sambandsleysi við hjartslátt þjóðarinnar.

HH segja að verði ekki orðið við fyrrgreindum kröfum samtakanna fyrir 1. janúar 2012 jafngildi þær undirskriftir sem safnað er slóð samtakanna kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.

HH vísa til viljayfirlýsingar sem þau sendu forsætisráðherra 6. október þar sem samtökin settu það skilyrði fyrir samstarfi að rætt yrði saman og komist að sameiginlegri niðurstöðu um nálgun við viðfangsefnið. 

Í yfirlýsingu frá HH segir

„Af framgöngu stjórnvalda í samskiptum við samtökin á undanförnum vikum að dæma er hins vegar ljóst að stjórnvöld og samtökin munu ekki, að svo komnu máli, komast að sameiginlegri niðurstöðu um nálgun við viðfangsefnið. Hagsmunasamtök heimilanna lýsa því yfir miklum vonbrigðum með að stjórnvöld skynji ekki nauðsyn þess að stíga hið pólitíska skref í átt til þeirra fjölmörgu sem afnáms verðtryggingar og leiðréttingar lána hafa krafist.“

HH segjast því munu hefja vinnu við að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfur samtakanna á dagskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert