Óvíst að fangelsið verði selt

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. mbl.is/Þorkell

Í fjárlögum er heimild til að selja Hegningarhúsið við Skólavörðustíg en Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að þrátt fyrir það sé framtíð hússins ekki ráðin. Alls ekki sé víst að húsið verið selt þegar nýtt fanglesi verður tekið í notkun.

Að hans sögn eru ýmsar hugmyndir á lofti um framtíð hússins. „Það hafa margir komið að máli við mig vegna framtíðar Hegningarhússins og viðrað við mig þær hugmyndir að koma á fót safni í húsinu, til dæmis um réttarkerfi landsins en lengi vel var réttað í húsinu.“ Þá segir Ögmundur í Morgunblaðinu í dag, að hugmyndir á borð við þá að reka þar veitingastað eða verslun hafi líka borist honum frá ýmsum aðilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert