Jarþrúður formaður sjálfstæðiskvenna

Jarþrúður Ásmúndsdóttir er nýr formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Jarþrúður Ásmúndsdóttir er nýr formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.

Jarþrúður Ásmundsdóttir var í dag kjörin nýr formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna á aðalfundi félagsins. Jarþrúður nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og var formaður Stúdentaráðs HÍ fyrir hönd Vöku.

Jarþrúður starfaði einnig sem framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna og var stjórnarmaður í Hvöt félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. LS er samstarfsvettvangur sjálfstæðiskvenna um land allt. Í stjórn eru 14 konur og 14 eru kjörnar til vara. Fráfarandi formanni, Drífu Hjartardóttur fráfarandi, voru þökkuð góð störf á landsfundinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka