Flugfélagið Wow Air með hátt í þúsund umsóknir

Merki WOW Air.
Merki WOW Air.

Nýja flugfélagið Wow Air, í aðaleigu Skúla Mogensen, hefur fengið hátt í 1.000 umsóknir um störf sem nýlega voru auglýst. Flestar umsóknir eru um störf flugliða en einnig voru stjórnunarstöður auglýstar.

Segir talsmaður félagsins það hafa komið á óvart hve vandaðar umsóknirnar eru og frá vel menntuðu og reyndu fólki. Á næstu dögum verður lokað fyrir umsóknir en ekki fékkst uppgefið hvenær sala hefst á flugmiðum eða til hvaða áfangastaða verður flogið.

Wow Air hefur samið við kanadískan flugrekanda um að útvega nýlegar Boeing-vélar af gerðinni 737-400 til flugsins og eru þær sagðar með gott sætapláss miðað við hvað gengur og gerist hjá lágfargjaldafélögum, sem Wow Air segist vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert