Hefjast handa eftir áramót

Kristján L. Möller segir heimild fást til að ráðast í …
Kristján L. Möller segir heimild fást til að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga með afgreiðslu fjáraukalaga,s em verði væntanlega í næstu viku. mbl.is

Kristján L. Möller, alþingismaður og stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum ehf. segir að allar líkur séu nú á að framkvæmdir hefjist við Vaðlaheiðargöng í byrjun næsta árs af fullum krafti.

Kristján segir að tillaga verði lögð fram um heildarfjármögun verkefnisins á fjáraukalögum fyrir árið 2011 sem verði líklega samþykkt á Alþingi í næstu viku. Þá sé komin heimild fyrir verkinu og í framhaldi af því verði gengið til undirritunar samninga við verktaka.

„Við erum á beinu brautinni og munum ljúka allri undirbúningsvinnu til undirritunar samnings og förum í verkefni sem bíða á borð við samninga við landeigendur og að ganga frá samningi við verktaka um byggingu brúar yfir þjóðveg eitt, sem gerð verður til að gera umferðina þar um öruggari,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert