Matur án eftirlits

Matast í skóla.
Matast í skóla.

Lítið sem ekkert eftirlit er með gæðum og innihaldi máltíða sem grunnskólanemendum er boðið upp á. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur að eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið.

Eina eftirlitið virðist vera í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna, sem fyrst og fremst hefur eftirlit með þrifum og geymslu matvælanna. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa allar skólamáltíðir þar verið framreiddar samkvæmt ráðleggingum frá embætti Landlæknis, en talsmaður embættisins segir að það hafi ekki eftirlit með því hvað sé á matseðlum grunnskólanna.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þrjár reykvískar mæður grunnskólabarna gerðu alvarlegar athugasemdir við skólamáltíðir í grunnskólum Reykjavíkur á síðasta vetri. Meðal þess sem þeim þótti ábótavant er skortur á eftirliti. Ein þeirra, Margrét Gylfadóttir, segir að þeim hafi verið boðið á nokkra fundi með borgaryfirvöldum, en fátt hafi breyst í þessum efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert