Kveikt á Óslóarjólatrénu í dag

mbl.is / Hjörtur

Í dag, við upphaf aðventu, verða ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli, en 60 ár eru liðin síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf. Athöfnin hefst á Austurvelli kl. 16.

Það er Toril Berge, formaður borgarstjórnarflokks Venstre í Ósló, sem færa mun Jóni Gnarr borgarstjóra og Reykvíkingum tréð að gjöf.

Góðir gestir munu einnig birtast á sviðinu við Austurvöll. Leikarinn Gunnar Eyjólfsson mun flytja kvæði um Leppalúða, Gói og Þröstur Leó mun flytja brot úr ævintýrinu um Eldfærin sem og úr Baunagrasinu sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í febrúar. Að lokum munu Stúfur, Gluggagægir og Hurðaskellir kíkja við en þeir hafa laumað sér í bæinn til að segja börnunum sögum og syngja jólalög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert