Vill fjóra í gæsluvarðhald

mbl.is/Ómar

Embætti sérstaks saksóknara mun í kvöld fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum í tengslum við rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin í tengslum við lánveitingar og hlutabréfaviðskipti Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími, auk viðskipta með hlutabréf í Glitni sjálfum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur þegar fallist á kröfu embættis sérstaks saksóknara um að tveir fyrrverandi starfsmenn Glitnis banka sæti gæsluvarðhaldi í viku, þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi yfirmaður markaðssviðskipta hjá Glitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert