Sérstakur saksóknari: Segir vera stutt í ákærur

Aðsetur sérstaks saksóknara.
Aðsetur sérstaks saksóknara.

Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stutt í að ákært verði í málum sem tengjast hruninu og föllnu bönkunum. Hann sagðist ekki geta gefið upp um hvaða mál væri að ræða.

„Við höfðum áður lýst því yfir að við ætluðum að klára ákveðnar rannsóknir á þessu ári og það lítur allt út fyrir að það gangi eftir. Þá fara málin í hendurnar á saksóknara. Það fer eftir því hvernig það vinnst hvenær niðurstöður liggja síðan fyrir.“

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á annan tug manna voru færðir til yfirheyrslna í gær vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun og auðgunarbrotum í tengslum við viðskipti Glitnis. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum og voru þrír úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald, þeirra á meðal Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert