VR krefst aðgerða í atvinnumálum

Liðsmenn VR mótmæla atvinnuleysi með því að hengja upp táknræna …
Liðsmenn VR mótmæla atvinnuleysi með því að hengja upp táknræna endurskinsborða við Kringlumýrarbraut, einn borða fyrir hvern atvinnulausan félaga. mbl.is/Golli

Um 2.400 félagsmenn VR, um 8,8% félagsmanna eru nú atvinnulausir og sá hópur stækkar stöðugt sem hefur verið án atvinnu í meira en eitt ár. Stjórn VR krefst þess að stjórnvöld og atvinnurekendur taki höndum saman og auki fjárfestingu og uppbyggingu atvinnulífs í landinu.

Í ályktun sem stjórn VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld segir að atvinnuleysið sé ógn.  Íslenskt samfélag geti ekki sætt sig við það að vinnufúsar hendur finni ekki kröftum sínum viðnám. „Verði ekki brugðist við með fumlausum hætti mun það taka íslenskt samfélag mörg ár að vinna úr þeim vandamálum sem langvarandi atvinnuleysi leiðir af sér.“

Stórauknu atvinnuleysi félagsmanna Verslunarmannafélags Reykjavíkur var mótmælt á þriðjudag með táknrænum hætti þegar hengdir voru upp endurskinsborðar við Kringlumýrarbraut, einn fyrir hvern atvinnulausan félaga VR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert