Lifa allt af nema kosningar

Alþingishúsið við Austurvöll
Alþingishúsið við Austurvöll mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi lifað af atburði sem engin ríkisstjórn ætti að gera. Hún virtist ætla að lifa allt af, nema kosningar. Kom þetta fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Þorgerður bætti því við að pólitísk óreiða ríkti hér og vísaði til óeiningar í ríkisstjórninni.

Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, neitaði því að pólitísk óreiða væri í landinu. Sama ríkisstjórnin væri búin að vera við völd í þrjú ár. Stjórnarmeirihlutinn væri að leggja lokahönd á stórverkefni og koma öðrum í gang.

„Við viljum fá uppskeruna í hús,“ sagði Oddný og bætti því við að næstu kosningar byggðust á þeirri uppskeru. Þá væri hægt að vinna að því að byggja upp réttlátt þjóðfélag á næsta kjörtímabili.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Heiðar
Oddný Harðardóttir.
Oddný Harðardóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert