Steingrímur mun skoða Hafró

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Eggert Jóhannesson

Steingrímur J. Sigfússon, nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist í samtali við Smuguna ekki hafa haft tíma til að setja sig inn í ákvörðun Jóns Bjarnasonar um að skipta um stjórnarformann Hafrannsóknastofnunar. Það gerði Jón daginn áður en hann lét af embætti. Steingrímur segist þar ætla að ræða við Erlu Kristinsdóttir, fiskverkanda í Rifi og núverandi stjórnarformann, um málið og Friðrik Má Baldursson, fráfarandi stjórnarformann, og sjá síðan til.

Smugan hefur eftir Steingrími að ákvörðunin standi þar til henni verður hnekkt ef af því verður. Hann hafi ekki fengið rökstuðning fyrir breytingunni og geti því ekki dæmt hana á málefnalegum forsendum.

Steingrímur bendir í samtali sínu við Smuguna á að öll stjórnin sé kominn á tíma næsta haust og því þurfi hvort sem er að fara að breyta. Hann segist ekki ókunnugur því að  „ráðherrar séu stórtækir síðasta daginn í embætti“ og vísar þar til síðustu daga Einars K. Guðfinnssonar í embætti. Ákvörðun Jóns um nýjan stjórnarformann Hafró sé ekki stór í því samhengi.

Frétt Smugunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert