Fleiri verði dregnir fyrir landsdóm

Landsdómur.
Landsdómur. mbl.is/Kristinn

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögur þess efnis að höfða beri sakamál fyrir landsdómi á hendur þremur fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdómi vegna refsiverðrar háttsemi. Þetta eru þau Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Mathiesen.

Björgvin er fyrrverandi viðskiptaráðherra, Ingibjörg fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni var fjármálaráðherra. Þingsályktunartillögurnar eru þrjár og þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir eru flutningsmenn.

Fram kemur að höfða skuli mál á hendur ráðherrunum fyrir „brot framin á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, aðallega fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert