„Pólitískt hagsmunafúsk"

Hagsmunasamtök heimilanna segjast hafna greinargerð Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kostnað við niðurfærslu lána. Segja samtökin, að greinargerðin sé hagsmunafúsk eða í besta falli áróðursplagg stjórnvalda.

Í tilkynningu frá samtökunum segir, að þau hafi komist að þeirri niðurstöðu að málin verði ekki leyst af ríkisstjórn eða fjármálakerfinu. Hvorki sé að vænta mikillar endurskoðunar og uppstokkunar frá háskólaelítunni né lífeyrissjóðunum og telji samtökin því vænlegast að leita til forseta Íslands með þær 37 þúsund undirskriftir, sem safnast hafi til stuðnings kröfum samtakanna um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar. Hafi samtökin hafa því farið fram á fund með forsetanum.

Vefur Hagsmunasamtaka heimilanna

Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert