Bunki af ályktunum sendur þingmönnum

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ASÍ hefur sent bunka af ályktunum til þingmanna með kröfu um að hún standi við loforð sem hún gaf við gerð kjarasamninga á síðasta ári.

Í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninga sem fram fór þann 20. janúar sendi fjöldi sambanda og félaga innan ASÍ frá sér ályktanir þar sem vanefndir ríkisstjórnarinnar voru harðlega gagnrýndar. Á formannafundi 19. janúar kom fram sá vilji fundarmanna að öllum alþingismönnum þjóðarinnar yrðu sendar þessar ályktanir. Það hefur nú verið gert og bárust þær þingmönnum í gær undir yfirskriftinni Pacta Sunt Servanda (Samningar skulu standa).

Í bréfi forseta ASÍ segir að eins og sjá megi af þessum ályktunum og samþykktum samninganefnda og stjórna landssambanda og félaga innan Alþýðusambands Íslands sé megn óánægja með framgöngu ríkisstjórnarinnar vegna vanefnda á nokkrum mikilvægum atriðum sem samkomulag náðist um í tengslum við kjarasamningana 5. maí 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert