Kostnaður almennings mun hækka

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Kostnaður almennings af því að viðhalda núverandi lífeyrissjóðskerfi felst ekki aðeins í 480 milljarða tapi. Tapið mun hækka þegar búið er að leiðrétta eignavirði útblásinna eigna Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna sem engin innistæða er fyrir,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún segir að tap lífeyrissjóðanna varpi ljósi á ókosti þess að byggja upp lífeyrissjóðakerfi sem feli bæði í sér „samtryggingu og ávöxtun á viðbótarlífeyri á markaðsforsendum í óstöðugu hagkerfi.“

„Nauðsynlegt er að byggja upp nýtt kerfi, þar sem meira jafnvægi ríkir milli almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðanna,“ segir Lilja ennfremur.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert