Kræklingavinnsla hafin á Drangsnesi

Frá kræklingavinnslunni á Drangsnesi.
Frá kræklingavinnslunni á Drangsnesi.

Í dag hófst vinna á kræklingi hjá Drangi ehf. á Drangsnesi, en Strandaskel stendur að rekstrinum. Áætlað er að framleiðslan verði um 50 tonn í ár og hluti hennar kemur að öllum líkindum á innanlandsmarkað. Tíu manns vinna við kræklingavinnsluna.

„Við höfum verið að undirbúa okkur undanfarið ár. Við höfum ræktað kræklinginn í tilraunaskyni í Steingrímsfirði og það hefur gengið mjög vel,“ segir Óskar Torfason hjá Drangi.

Óskar segir að „uppskera“ sé á kræklingnum allt árið. Vinnslan sé ekki flókin. „Við vakúmpökkum kræklingnum eftir að búið er að hreinsa hann, síðan er hann soðinn og að lokum frystur,“ segir Óskar.

Hann segir að prufur hafi verið sendar til Japans og líklega verði eitthvað selt innanlands. Tíu manns starfa við vinnsluna, sem er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum.  „Við erum í skýjunum yfir þessu,“ segir Óskar.

Kræklingavinnslan á Drangsnesi.
Kræklingavinnslan á Drangsnesi.
Kræklingavinnslan á Drangsnesi.
Kræklingavinnslan á Drangsnesi.
Kræklingavinnslan á Drangsnesi.
Kræklingavinnslan á Drangsnesi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert