Réttindi hinsegin fólks takmörkuð

Sýnileiki hinsegin fólks í Rússlandi verður takmarkaður ef lögin verða ...
Sýnileiki hinsegin fólks í Rússlandi verður takmarkaður ef lögin verða samþykkt. mbl.is/Ómar

Á næstu klukkustundum getur svo farið að samþykkt verði lög í Rússlandi sem takmarka verulega réttindi hinsegin fólks. „Lögin fela í raun í sér bann við sýnileika hinsegin fólks,“ segir framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið áskoranir í dag um að beita sér í málinu.

Það eru yfirvöld í St. Pétursborg sem ætla sér að setja lögin en frumvarpið var fyrst sett fram síðastliðið haust en þá tókst með miklum alþjóðlegum þrýstingi að stöðva lagasetningu þess. Nú berast hins vegar fregnir af því að leggja eigi frumvarpið aftur fram og að koma eigi því í gegn með hraði, innan 24 klukkustunda.

„Það náðist að stöðva þessa lagasetningu í fyrra en svo er þetta allt í einu aftur að koma upp á yfirborðið og okkur skilst að greiða eigi atkvæði um þetta á morgun,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann hefur ásamt fjölda annarra haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið í dag og óskað eftir að pólitískum þrýstingi verði beitt til að stöðva lagasetninguna. Fyrst í stað er lögunum ætlað að ná til hinsegin fólks í St. Pétursborg en rússnesk yfirvöld hafa hótað því að síðar verði þau sett á landsvísu.

„Lögin munu í raun fela í sér bann við öllum sýnileika hinsegin fólks,“ segir Árni. „Það má ekki tala um kynhneigð sína, ekki ræða um málið opinberlega, ekki skrifa bækur eða birta greinar. Með þessum lögum er verið að gera heilan þjóðfélagshóp ósýnilegan.“

Samtökin Allout hafa verið hvað duglegust að dreifa upplýsingum um lögin og áhrif þeirra.

Árni segir Samtökin '78 hafa átt í góðum samskiptum við íslenska utanríkisráðuneytið í dag og veit til þess að það hafi fengið fjölda símtala og tölvuskeyta vegna málsins.

Árni hvetur alla sem vilja láta sig málið varða að taka þátt í undirskriftum, m.a. á vefsíðu Allout-samtakanna. Einnig er hægt að fylgjast með framvindu málsins á facebooksíðu Samtakanna '78.

„Það er náttúrlega skelfilegt að þetta sé að gerast á 21. öldinni. Ég tala nú ekki um í Evrópu. Það er erfitt að vera samkynhneigður í Rússlandi í dag. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir sýnileika sínum þar og virðingu. Þessi lög munu gera þeim mun erfiðara fyrir.“

Þegar frumvarpið var hvað mest til umræðu seint á síðasta ári snerust áhyggjur manna meðal annars um það að aukið hatur á hinsegin fólki sem lagasetningin myndi hafa í för með sér myndi smitast um alla Austur-Evrópu.

Miðstöð menningar hafnar hinsegin fólki

Lögin sem borgaryfirvöld í St. Pétursborg, miðstöð menningar í Rússlandi, vilja ná í gegn taka til alls hinsegin fólks; samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian voru skipulögð mótmæli vegna frumvarpsins víða sl. haust og alþjóðasamfélagið tók við sér og fordæmdi frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu verða þeir sektaðir sem hafa í frammi hinsegin „áróður“ en þó er ekki tekið fram hvað telst til áróðurs. Vöknuðu því spurningar um hvort list, bókmenntir og fleira gætu flokkast sem áróður og margir túlka frumvarpið á þann veg.

Þegar er búið að setja sambærileg lög í borginni Ryazan, sem er um 180 km fyrir utan Moskvu. Úrræðum laganna hefur þó aðeins einu sinni verið beitt frá því þau voru samþykkt árið 2006. Þegar fulltrúar samtaka samkynhneigðra komu til Ryazan til að uppfræða ungt fólk um samkynhneigð voru þeir handteknir og sektaðir.

mbl.is

Innlent »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...