Réttindi hinsegin fólks takmörkuð

Sýnileiki hinsegin fólks í Rússlandi verður takmarkaður ef lögin verða ...
Sýnileiki hinsegin fólks í Rússlandi verður takmarkaður ef lögin verða samþykkt. mbl.is/Ómar

Á næstu klukkustundum getur svo farið að samþykkt verði lög í Rússlandi sem takmarka verulega réttindi hinsegin fólks. „Lögin fela í raun í sér bann við sýnileika hinsegin fólks,“ segir framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið áskoranir í dag um að beita sér í málinu.

Það eru yfirvöld í St. Pétursborg sem ætla sér að setja lögin en frumvarpið var fyrst sett fram síðastliðið haust en þá tókst með miklum alþjóðlegum þrýstingi að stöðva lagasetningu þess. Nú berast hins vegar fregnir af því að leggja eigi frumvarpið aftur fram og að koma eigi því í gegn með hraði, innan 24 klukkustunda.

„Það náðist að stöðva þessa lagasetningu í fyrra en svo er þetta allt í einu aftur að koma upp á yfirborðið og okkur skilst að greiða eigi atkvæði um þetta á morgun,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann hefur ásamt fjölda annarra haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið í dag og óskað eftir að pólitískum þrýstingi verði beitt til að stöðva lagasetninguna. Fyrst í stað er lögunum ætlað að ná til hinsegin fólks í St. Pétursborg en rússnesk yfirvöld hafa hótað því að síðar verði þau sett á landsvísu.

„Lögin munu í raun fela í sér bann við öllum sýnileika hinsegin fólks,“ segir Árni. „Það má ekki tala um kynhneigð sína, ekki ræða um málið opinberlega, ekki skrifa bækur eða birta greinar. Með þessum lögum er verið að gera heilan þjóðfélagshóp ósýnilegan.“

Samtökin Allout hafa verið hvað duglegust að dreifa upplýsingum um lögin og áhrif þeirra.

Árni segir Samtökin '78 hafa átt í góðum samskiptum við íslenska utanríkisráðuneytið í dag og veit til þess að það hafi fengið fjölda símtala og tölvuskeyta vegna málsins.

Árni hvetur alla sem vilja láta sig málið varða að taka þátt í undirskriftum, m.a. á vefsíðu Allout-samtakanna. Einnig er hægt að fylgjast með framvindu málsins á facebooksíðu Samtakanna '78.

„Það er náttúrlega skelfilegt að þetta sé að gerast á 21. öldinni. Ég tala nú ekki um í Evrópu. Það er erfitt að vera samkynhneigður í Rússlandi í dag. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir sýnileika sínum þar og virðingu. Þessi lög munu gera þeim mun erfiðara fyrir.“

Þegar frumvarpið var hvað mest til umræðu seint á síðasta ári snerust áhyggjur manna meðal annars um það að aukið hatur á hinsegin fólki sem lagasetningin myndi hafa í för með sér myndi smitast um alla Austur-Evrópu.

Miðstöð menningar hafnar hinsegin fólki

Lögin sem borgaryfirvöld í St. Pétursborg, miðstöð menningar í Rússlandi, vilja ná í gegn taka til alls hinsegin fólks; samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian voru skipulögð mótmæli vegna frumvarpsins víða sl. haust og alþjóðasamfélagið tók við sér og fordæmdi frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu verða þeir sektaðir sem hafa í frammi hinsegin „áróður“ en þó er ekki tekið fram hvað telst til áróðurs. Vöknuðu því spurningar um hvort list, bókmenntir og fleira gætu flokkast sem áróður og margir túlka frumvarpið á þann veg.

Þegar er búið að setja sambærileg lög í borginni Ryazan, sem er um 180 km fyrir utan Moskvu. Úrræðum laganna hefur þó aðeins einu sinni verið beitt frá því þau voru samþykkt árið 2006. Þegar fulltrúar samtaka samkynhneigðra komu til Ryazan til að uppfræða ungt fólk um samkynhneigð voru þeir handteknir og sektaðir.

mbl.is

Innlent »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Ukulele
...
 
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...