Vilja að tekið verði tillit til afstöðu íbúa

Hamraskóli
Hamraskóli mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs skorar á fulltrúa skóla- og frístundaráðs, áður menntaráðs, Reykjavíkurborgar að taka fullt tillit til afstöðu foreldra, nemenda og íbúa hverfa Grafarvogs um málefni er varða sameiningu unglingadeilda Hamraskóla og Húsaskóla til Foldaskóla. Þetta kemur fram í ályktun frá samtökunum.

„Stjórn íbúasamtakanna krefst þess af borgarfulltrúum að þeir standi við loforð um samráð og íbúalýðræði og endurskoði fyrri ákvarðanir á grundvelli hagsmuna íbúa og nemenda.
Stjórn íbúasamtakanna gerir þá kröfu til borgarfulltrúa að þeir leggi fram ítarleg og fullnægjandi gögn sem styðja sameiningu unglingadeildanna, gögn sem sýna fram á að ekki sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni,“ segir ennfremur í ályktun samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert