Bankarnir eru vel fjármagnaðir

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

„Þetta hefur áhrif á fjármálastofnanir. Við vitum ekki í dag hversu mikil áhrif, en trúlega eru þetta tugir milljarða. Bankarnir eru með mjög hátt eigið fé og eru vel fjármagnaðir þannig að þetta mál snýst ekki um fjármálastöðugleika,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Gunnar var að koma til landsins og hafði ekki haft tækifæri til að lesa dóm hæstaréttar í máli sem hjón höfðuðu gegn Frjálsa fjárfestingabankanum. Dómurinn snýst um hvaða vexti á að miða við þegar erlendu lánin eru gerð upp.

Bílalánafyrirtækin voru mikið í erlendum lánum, en Gunnar segist ekki vilja tjá sig um stöðu einstakra fyrirtækja þegar hann er spurður hvort þau þoli þennan dóm. „það er morgunljóst að þetta hefur neikvæð áhrif.“

Samkvæmt greinargerð með frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra frá árinu 2010 um gengislánamálið er bókfært virði bílalánasamninganna um 61 milljarður króna. Þetta er byggt á tölum frá Fjármálaeftirlitinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert