Jón krefst ESB-kosningar

„Í vor verða liðin þrjú ár frá því að umsóknin var send. Því var lofað að umsóknin tæki ekki nema þrjú ár og að það yrði komin niðurstaða fyrir næstu kosningar. Núverandi þing verður að afgreiða þetta mál fyrir vorið,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG, og tekur þar með undir þá kröfu Ögmundar Jónassonar að kosið verði um aðild að ESB innan árs.

„Þetta er eitt af grundvallarmálum VG,“ sagði Jón ákveðinn þegar mbl.is ræddi við hann í fundarhléi á flokksráðsfundi VG á Grand Hótel í dag.

„VG gekk mjög ósátt til þessa samstarfs um að senda inn ESB-umsóknina. Númer eitt er að þetta mál verði afgreitt. Við vitum nákvæmlega hvað er í þessum pakka.“

- Hvað með það sjónarmið að „kíkja í pakkann“, að sjá hvað er í boði í aðildarsamningi?

„Mér finnst það fráleitt. Það liggur alltaf fyrir að Evrópusambandið gefur engar undanþágur. Það er verið að aðlaga okkur að Evrópusambandinu. Það sækja ekki aðrir um aðild að Evrópusambandinu nema þeir sem að ætla inn. Það er ekkert til sem heitir könnunarviðræður eða bjölluat. Þeir sem að halda því fram eru að blekkja gegn betri vitund,“ segir Jón Bjarnason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert