Neytendastofa ætlar að mæla þyngd

Netendastofa hefur það hlutverk að fylgjast með þyngt vöru sé …
Netendastofa hefur það hlutverk að fylgjast með þyngt vöru sé rétt skráð á umbúðum. Morgunblaðið/Valdís Thor

„Við erum að skoða þetta mál, en ég á von á að við munum af þessu tilefni láta kanna hvort rétt er vigtað,“ segir Guðmundur Árnason, sviðsstjóri á mælifræðisviði Neytendastofu. Mæling sem Friðrik Höskuldsson stýrimaður gerði á nokkrum vörutegundum bendir til að talsverður munur sé á skráðri þyngd og raunverulegri þyngd.

Friðrik reiknaði út hversu mikið hann hefði ofgreitt miðað við uppgefna þyngd matvaranna og raunþyngd þeirra. „Samkvæmt þessu var ég snuðaður um 1.421 krónu á íslensku vörunum, en fékk þó 546 krónur til baka af þeim erlendu,“ skrifar Friðrik.

Samkvæmt útreikningnum er mestur munur á nautahakki, sem sagt var vera 562 grömm, en reyndist vera 506 grömm, nautagúllas var merkt sem 538 grömm, en var við vigtun Friðriks 462 grömm, og pakki af samlokuosti var 50 grömmum léttari en gefið var upp á umbúðum.

Netendastofa hefur það hlutverk að fylgjast með að þyngd vöru sé rétt skráð á umbúðum. Stofnunin hefur þrisvar birt kannanir um þyngd vöru, þetta eru skyr, bökunarvörur og álegg. Guðmundur segir að í þessum könnunum hafi komið fram nokkur munur á skráðri þyngd og raunverulegri þyngd, en munurinn hafi ekki verið eins mikill og komi fram í könnuninni sem Friðrik gerði.

Frétt um könnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert