Segjast hófsamir þjóðernissinnar

Skjáskot af riti Bjartsýnisflokksins.
Skjáskot af riti Bjartsýnisflokksins. Skjáskot/Bjartsýniflokkurinn

Forsvarsmenn Bjartsýnisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að meðlimir flokksins séu hófsamir þjóðernissinnar. Segir að þetta hafi valdið misskilningi hjá mörgum og því hafi tilvísun í þjóðernishyggjuna verið tekin úr stefnuskránni.

Í hugleiðingum formanns, sem send var fjölmiðlum, segir að Bjartsýnisflokkurinn sé hófsamur, grænn og umhverfisvænn miðjuflokkur sem hafi þjóðleg gildi í hávegum. Þó segir að stefnuskrá flokksins sé enn óskrifað blað, og muni ekki líta dagsins ljós fyrr en í haust.

„Við höfum lýst því yfir að við séum hófsamir þjóðernissinnar. Það þýðir aðeins það að hafa þjóðleg gildi í hávegum og hafa þá skoðun að þjóðin og þjóðríkið sé hornsteinn mannlegra samfélaga. Ekkert annað,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert