„Það gerir engin þjóð með sjálfsvirðingu“

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Þegar svona er komið málum er vitaskuld sjálfstætt tilefni til þess að hætta samningaviðræðum við ESB. Hótunin ein nægir til þess,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á heimasíðu sinni í dag um fyrirhugaðar refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna tveggja.

Einar segir að Íslendingar geti ekki gengið svipugöng ESB, og segist þar vísa til orðalags Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, og beðið um aðild að sambandinu á sama tíma og það sé „að vígbúast gegn okkur með hótunum um viðskiptaþvinganir. Það gerir engin þjóð með sjálfsvirðingu.“

Heimasíða Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert