Spyr hvort ekki sé rétt að stíga til baka

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Er samfélag okkar virkilega búið að stíga yfir þennan þröskuld?“ spyr Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af fréttum af því að Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sé nú gætt af lífvörðum.

Sigurður spyr hvort ekki sé rétt að reyna allt til þess að stíga til baka í þeim efnum. „Fáum til baka samfélag samkenndar og kristins siðferðis. Við erum öll tengd og vensluð með einum eða öðrum hætti - fjölskylda og vinir. - Afneitum ofbeldi.“

Facebook-síða Sigurðar Inga Jóhannssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert