Vill sókn á sviði kvikmyndagerðar

Magnús Orri Schram og Ögmundur Jónasson á Alþingi.
Magnús Orri Schram og Ögmundur Jónasson á Alþingi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Nú þegar hagur ríkissjóðs styrkist skapast grundvöllur fyrir frekari stuðningi við íslenska kvikmyndagerð,“ segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingar, í pistli á vefsvæði sínu. Hann telur að skapa verði fyrirtækjum í skapandi hugsun heilbrigt rekstrarumhverfi til þess að ungt fólk vilji festa rætur á Íslandi.

Magnús segir kvikmyndagerð dæmi um hugverkaiðnað sem hafi mikla möguleika. Árleg velta hans hafi aukist mikið á undanförnum árum og tekjur ríkisins margfalt meiri en framlag ríkisins í kvikmyndasjóð og til endurgreiðslu á framleiðslukostnaði. Fjárfesting í kvikmyndaiðnaði hafi því mjög góða ávöxtun. „Í dag starfa um 750 manns í kvikmyndagerð á Íslandi en til samanburðar má nefna að um 2.000 manns starfa í álverum á Íslandi.“

Ennfremur segir Magnús Orri, að ferðaþjónusta, landbúnaður og sjávarútvegur muni ekki getað skapað næg störf á næstu árum. „Ef við viljum að ungt fólk festi rætur á Íslandi verðum við að skapa þessum fyrirtækjum góð starfsskilyrði á Íslandi. Til þessara fyrirtækja ætlum við að sækja störfin og þangað ætlum við að sækja verðmætin til útflutnings.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert