Vissu ekki að veiðarnar væru ólöglegar

Norska skipið við höfn í Vestmannaeyjum.
Norska skipið við höfn í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ómar Garðarsson

Skýrsla var tekin af skipshöfn norska skipsins Ny Argo í morgun sem tekið var að meintum ólöglegum veiðum á Skeiðarárdýpi í gærmorgun. Þar kom fram að skipstjóri skipsins vissi ekki að hann væri að veiða á vernduðu svæði.

„Þeir sögðust ekki hafa vitað að þetta væri verndað svæði, þeir sögðust hafa leitað upplýsinga, en ekki fundið þær,“ segir talsmaður lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Ekki liggur fyrir hvenær málið verður dómtekið en þá verður hugsanleg sektarfjárhæð ákveðin. Skipstjórinn getur lagt fram tveggja milljóna tryggingu vegna sektarinnar, sem getur numið allt að fjórum milljónum króna.

Skipið verður áfram á veiðum við Íslandsstrendur næstu vikurnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert