Bað um lyf til að borga skuld

Lyf og heilsa.
Lyf og heilsa. mbl.is/Golli

Maður gekk inn í Lyf og heilsu í Austurveri fyrr í kvöld og bað starfsfólkið um að afhenda sér ákveðin lyf. „Hann var ekki ógnandi, frekar kurteis. Sagðist verða að fá þetta til að borga skuld, annars færi illa fyrir sér. Hann afsakaði sig meira að segja,“ segir starfsmaður í apótekinu.

Hann hafði hinsvegar ekkert upp út krafsinu því öryggisverðir gripu hann glóðvolgan. Að sögn starfsmannsins gekk mikið á þegar öryggisverðirnir eltu manninn út úr búðinni. „Hann rústaði mikið búðinni sjálfri,“ segir starfsmaðurinn en apótekinu var lokað strax eftir atvikið og verður ekki opnað aftur fyrr en í fyrramálið.

Öryggisvörðunum tókst ekki að hafa hendur í hári mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert