Fjölbreytt sýning listnema í Hafnarhúsinu

Fjölmargir gestir komu í Hafnarhúsið í dag að skoða lokaverkefni …
Fjölmargir gestir komu í Hafnarhúsið í dag að skoða lokaverkefni nema við Listaháskólann mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það kenndi margra grasa á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem var opnuð í dag í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi.

Skýjavél, rafmagnskappakstursbíll, saltframleiðsla í nýju formi, áningarstaður pílagríma, málverk séð úr Hörpunni, hljóðverk, gjörningar, grammófónn og róla, vídeóverk um guðseindina, fylgihlutir, tilraunir með lanolín, veftímarit um upprennandi listamenn og hönnuði, letur í beinum og það nýjasta úr tískunni.

Á vef skólans kemur fram að verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna til að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi.

Frá uppsetningu sýningarinnar
Frá uppsetningu sýningarinnar Af vef Listaháskólans
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert