„Þungt að sitja uppi með þennan dóm

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson mbl.is/Ómar

„Mér finnst það harla þungt að sitja uppi með þennan dóm fyrir að halda ekki fundi,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um dóm landsdóms yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Og refsingin er harla rýr miðað við allan málatilbúnaðinn.“

Sigmundur segist hafa verið sannfærður um það frá fyrstu stigum málsins að ekki væri hægt að sakfella Geir fyrir umrædd ákæruatriði, að hann hafi greitt atkvæði í samræmi við það á Alþingi. „Aðalatriðið er að Geir er sýknaður af þeim ákæruatriðum sem snúa helst að hans meinta aðgerðarleysi. Og hann getur verið sáttur með þá niðurstöðu. En jafnframt getur hann verið svekktur með það að vera sakfelldur fyrir að halda ekki fundi.“

Að mati Sigmundar er niðurstaðan úr vegferð Alþingis rýr, en var rétt af Alþingi að ákæra Geir?

„Ég var þeirrar skoðunar að ákæruatriðin væru ekki nægilega afdráttarlaus og skýr til að halda í þessa vegferð, og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigmundur Ernir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert