Talningu í biskupskjöri brátt lokið

Agnes M. Sigurðardóttir og Sigurður Árni Þórðarson.
Agnes M. Sigurðardóttir og Sigurður Árni Þórðarson.

Gert er ráð fyrir að talningu í kjöri til biskups Íslands ljúki milli kl. 14 og 15 en hún hófst kl. 10 í morgun á Dómkirkjuloftinu. Frambjóðendurnir tveir, Sigurður Árni Þórðarson og Agnes M. Sigurðardóttir, eru ekki viðstaddir talninguna.

Sendir voru út 502 kjörseðlar. Endanlegar tölur um þátttöku verða ekki ljósar fyrr en eftir talningu en hún virðist svipuð og í fyrri umferð eða um 95%.

Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson vígir nýjan biskup þann 24. júní nk. og tekur sá við embætti 1. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert