Vilja breyta kvótafrumvarpinu

Mörður Árnason
Mörður Árnason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir, alþingismenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram breytingartillögu við frumvarpið um stjórn fiskveiða, en með breytingunum er stefnt að því að tryggja jafnræði til fiskveiða og sem skynsamlegasta skipan við nýtingu sjávarauðlindarinnar, eins og segir í fréttatilkynningu.

Í tillögunni er gert ráð fyrir því að núverandi handhafar kvóta fá nýtingarleyfi en að þau gangi úr gildi í áföngum á tuttugu árum þannig að smám saman verði öll nýtingarleyfi boðin til sölu á kvótaþingi. Til aðlögunar er gert ráð fyrir að núverandi handhafar fái verulegan hluta andvirðis leyfanna í sinn hlut þar til þessum umþóttunartíma lýkur. Flutningsmenn telja að með þessu móti sé meðal annars búið svo um að ný lög um fiskveiðistjórn standist þær kröfur sem gerðar eru til slíkar laga samkvæmt áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá því í október 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert